Í.R.-ingar úr 2. deild komu og "heimsóttu" okkur í Reykjaneshöllina í dag og vannst öruggur sigur 4:0.
Scott Ramsay skoraði fyrsta markið með skoti fyrir utan teig eftir um 20 mínútur og Andri Steinn vann boltann af harðfylgi strax í næstu sókn á eftir og afgreiddi hann örugglega í netið og þannig var staðan í hálfleik, þrátt fyrir 3-4 virkilega góð færi af okkar hálfu.
Í seinni hálfleik var töluvert um breytingar en markaskorið var það sama, það er að segja að Grindavík gerði 2 mörk en Í.R.-ingar ekkert og því lokatölur samtals 4:0. Það sama má segja um seinni hálfleikinn, að nóg var af færum til að bæta við fleiri mörkum.
Goran Wujic gerði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Andri Steinn skoraði svo sitt annað mark þegar hann vippaði boltanum laglega yfir markvörð Í.R. eftir "ævintýralega" stungusendingu Alberts Arasonar.
Með fullri virðingu fyrir Í.R.-ingum, og þó ýmislegt jákvætt hafi sést á köflum, var liðið sem heild ekkert að brillera í dag og við eigum enn dálítið í land til að geta sagt fullum hálsi að við eigum virkilega heima í úrvalsdeild.
Hlutfall góðra hluta gagnvart slæmum í þessum leik var ekki langt yfir 50:50, stórglæsilegar sóknir inn á milli en á móti komu við og við sendingar og varnarvinna sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en kæru- og hugsunarleysi.
Fyrir slíku eru engar afsakanir til, það er einfaldlega ekki flóknara en það.
Það væri þó lítið fútt í þessu ef við hefðum ekkert að laga.
Byrjunarlið: Helgi Már, Ray, Albert, Guðmundur, Jósef, Eysteinn, Paul, Scott, Orri, Andri, Goran.
Inn í fyrri hálfleik: Alex fyrir meiddan Guðmund.
Inn í hálfleik: Páll og Áslaugur fyrir Eystein og Orra
Inn í seinni hálfleik: Þorfinnur fyrir Jósef, Óskar fyrir Helga og Emil fyrir Goran
Óli Stefán meiddur, Eyþór meiddur, Jóhann veikur, Mike meiddur.
Flokkur: Íþróttir | 25.3.2007 | 17:58 (breytt kl. 19:21) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
350 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
rétt hja þer eysteinn þessin sending var allveg utur korti
andri (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:00
halló halló baðst um hann þarna og fékkst hann "þarna" hmmmm
Albert (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.