Góður sigur.

getGalImg[2]Við spiluðum við Val í Egilshöllinni í kvöld og til að gera langa sögu stutta þá lögðum við þá að velli 1-0. Þetta er nátturlega stór áfangi hjá okkur því að fyrir utan það að sigra í fyrsta skipti í leiðinlega langan tíma þá héldum við markinu líka hreinu sem er frábært. Ég held að menn geti verið sammála um að þetta var sigur liðsheildarinnar og nú geta menn séð hvað hægt er að gera ef menn standa saman og leggja allt sitt í leikinn. Senterarnir Andri og Goran voru fáránlega duglegir en þegar við erum með svona framlínu þá verður vinnan fyrir aftan mikið mun auðveldari. Miðjan var að eiga sinn besta leik, Orri og Paul settu upp kennslubókardæmi hvernig kantmenn eiga að spila. Vörnin var mjög samstíga og tók það sem fór í gegn því að Valur átti ekki mikið af færum og verður það að teljast nokkuð gott á mótu tveimur af bestu framherjum landsins þeim Helga Sig og Gumma Ben. Markmennirnir Óskar og Helgi átti einnig flottan leik og frábært fyrir alla að það sé bullandi samkeppni um þessa stöðu eins og aðrar.  

Jankó kom með mjög góðan punkt í hálfleik þegar hann spurði okkur af hverju við spilum ekki svona á móti minni spámönnum og er ég alveg ótrúlega sammála karlinum þarna. Það hefur loðað við lið Grindavíkur undafarin misseri að detta niður á spilamennsku andstæðinga okkar. Þetta er nokkuð sem á góðri íslensku kallast vanmat og tími til kominn að hætta því. Við höfum ekkert efni á að vanmeta eitt einasta lið og það kemur til með að reyna á þetta í sumar þannig að menn ættu að fara að vinna í þessu.

Flott vika að baki og töff tími fram að ferð

Óli Stebbi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er ekki laust við það að maður vaknaði með hálsríg í morgun eftir þennan þrumuskalla...en mikið var að við fundum á okkur eistun og ýttum þeim niður í pung og héldum þeim þar í 90 mínútur..loksins loksins..

kveðja orri

orri (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 12:41

2 identicon

Fyrirtak strákar var á leiknum og bra flottur leikur í alla staði

Emil (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 16:46

3 identicon

tussugodur leikur.. þetta var heldur ekkert eittthver pakkað i vörn leikur og dundrað fram sokn.. spiluðum bara loksins a okkar standardi

óskar (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 22:31

4 identicon

Hvernig væri nú að fá liðsuppstillinguna svona fyrir fjarstadda supporters..

rauður (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 08:48

5 identicon

Óskar byrjaði í rammanum. Ray hægri og jobbi vinstri bakk. Óli Stefán og Albert Ara hafsentar. Eyþór og Eysteinn voru á miðjunni. Paul var vinstri kantur og Orri hægri. Andri og nýji leikmaðurinn hann Goran voru síðan senterar. Gummi Skotty og Helgi Már komu inn í hálfleik fyrir Óskar Óla og Paul. Palli Mike og Alex komu síðan inn í seinni hálfleik fyrir Orra Jobba og Andra. Eins og áður sagði þá var þetta sigur liðsheildarinnar og lítur orðið þræl vel út hjá okkur eftir erfiða 2 mánuði

Sjö-an (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband