Nokkrar hugleiðingar um Sigga Bakara

Í KVÖLD: DEILDABIKAR: VALUR - GRINDAVÍK EGILSHÖLL 19:00 

 

Mikil og góð stemmning var á leiksýningunni Pabbinn í grunnskólanum í gær. Var ekki annað að sjá en gestir færu flestir hverjir sáttir heim enda verkið og flutningur Bjarna Hauks á því hreint ekkert slor.

Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar hann birtist í Grindavíkurtreyjunni í uppklappinu.

Óhætt er að fullyrða að þetta kvöld hafi gengið eins og í sögu og að allir sem sýninguna sóttu eða að henni stóðu hafi gengið sáttir frá borði. Hlátursrokurnar streymdu um salinn nánast samfleytt í tvo tíma og krónurnar streymdu í kassann vegna Tyrklandsferðar okkar meistaraflokksmanna.

Það tóku kannski færri eftir því að á meðan Bjarni Haukur fór á kostum á sviðinu fyrir allra augum, þá fóru Siggi Bakari og frú á kostum frammi á gangi, þar sem þau þeyttust um og skáru niður kökur og helltu upp á kaffi fyrir áhorfendur. Ekki er nóg með að þessi SANNKÖLLUÐU sómahjón hafi gefið okkur tíma sinn og orku í að sjá um þennan mikilvæga þátt, heldur tóku þau ekki krónu fyrir þær veitingar sem fóru ofan í sýningargesti í hléinu, heldur lögðu hverja einustu þeirra í ferðasjóð okkar meistaraflokksmanna.

"Að fá hluta af innkomunni? Fá borgaðan efniskostnað? Lágmarks tímakaup?

 Ekki að ræða það."

Það eina sem Siggi bakari sagði í gær að hann hefði áhyggjur af, var að einhver í salnum hefði þær ranghugmyndir í kollinum að hann væri að reyna að græða á samkomunni. 

Eins og það væri nú hrikalegur glæpur, ef svo væri. 

Hvað er það sem fær fólk til að standa í svona löguðu? Staldraðu aðeins við þá pælingu.

Það er náttúrulega ekkert annað en mannkostir eins og gjafmildi og óbilandi stuðningur við sitt félag. Ekki getur sá sem þetta skrifar að minnsta kosti fundið aðrar ástæður fyrir störfum þeirra hjóna þarna í gærkvöldi. 

Það er svona fólk sem gerir þetta félag okkar að því sem það er. 

Siggi bakari er einn af þessum mönnum sem hiklaust er hægt að segja að búi yfir GULL-GRINDAVÍKURHJARTA, því það vita allir sem koma nálægt fótboltanum hér í bæ að þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem hann styður Grindvískt knattspyrnufólk með álíka hætti, auk ómetanlegra starfa hans fyrir unglingaráð í gegnum árin. 

Og ekki man sá er þetta ritar eftir því að hafa séð hann við þessi störf öðruvísi en með bros á vör og er hann alveg tvímælalaust skólabókardæmi um einstakling sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar hvað varðar hugarfar og framtakssemi í félagsstörfum.

Verra mál er hins vegar að hann virðist aldrei geta farið úr þessari andsk...Arsenal treyju sinni. 

 

Leikmenn og aðstandendur meistaraflokks karla vilja þakka kærlega öllum þeim sem sóttu sýninguna í gær og Bjarna Hauki og aðstoðarmanni fyrir samstarfið. Ekki síst þökkum við Jónasi Þórhalls, en hann á langstærstan þátt í innkomu gærkvöldsins auk þess sem fregnir herma að hann hafi harðneitað boðsmiða frá fyrirtæki sínu og ekki tekið annað í mál en að borga sig inn.

SÉRSTAKAR þakkir frá Siggi Bakari og frú, auk sjóaranna Ingvars Guðjónssonar og Jóns Gauta Dagbjartssonar, sem sáu um að "draga okkur að landi" og fengu þeir félagar að sjálfsögðu nokkur vel valin fýluköst í andlitið fyrir:)

ÁFRAM GRINDAVÍK! 

stubburs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérastubbur bakari

 

Í KVÖLD (FIMMTUDAG): VALUR - GRINDAVÍK EGILSHÖLL 19:00 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjör toppnáungi hann Siggi. Hann sleppti meira að segja Arsenal leiknum sem  var á sama tíma. Meira að segja einhverjir leikmenn gátu ekki mætt útaf einhverjum leikjum í sjónvarpinu Takk fyrir þessa miklu fórn sem ég sem Arsenal maður skil manna mest Siggi minn

Sjö-an (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:10

2 identicon

Topp hjón, eiga mikinn heiður skilið fyrir sitt framlag æi garð fótboltans í Grindavík

Helgi Már (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:34

3 identicon

Kæru leikmenn

Takk fyrir frábæra kvöldstund í gær.  Bjarni Haukur er nátturulega frábær.  Við hjónin könnuðumst allavega við ýmislegt eins og flestir sem eiga börn.  Strákar þið stóðuð ykkur vel að vanda og ekki má gleyma Sigga og Ásgerði, þau hafa gullhjarta.  Við megum aldrei líta á þau sem sjálfsagðan hlut og verðum að vera þakklát fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir fótboltan og mörg önnur félög.

Með þakklæti

Kv Gréta  

Gréta (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband