Nóg að gera.

Það er sko ekki logn hjá okkur frekar en hjá Sigga storm. Í kvöld verður stórsýningin Pabbinn í Grunnskóla Grindavíkur og síðast þegar að ég vissi gekk salan alveg hreint með ágætum. Sýningin hefur frengið mjög góða dóma enda sömu menn að verki og gerðu Hellisbúann.

Á fimmtudag er svo stórleikur við Val í Egilshöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Það verður spennandi að spila við Valsarana en þeir hafa ekki verið sterkari í mörg herrans ár og ég spái þeim hreinlega titlinum stóra næsta sumar. Ekki verður heldur leiðinlegt að fá að taka aðeins á Jóa Helga.

Eftir þennan leik verður frí frá leikjum í tvær vikur og þá verður þungt æfingaprógram en það verða 12 æfingar á 15 dögum þangað til við förum út. Við förum út 4.apríl og verðum þar til 14.apríl og þar æfum við tvisvar á dag og spilum einhverja leiki.

Herrakvöldið er svo áætlað 30.mars sem er að mér skilst laugardagur.

Ég vil svo að lokum taka undir með Húna en hann er frekar ósáttur við það hvað menn virðast oft áhugalausir í mörgum af okkar fjáröflunum. Nefndin hefur eytt miklum tíma í undirbúning í vetur og menn verða að leggja meira í þá vinnu sem við höfum fundið til.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband