Gömul færsla

Ég var að grafa upp gamla færslu þegar ég var að prufa bloggheiminn árið 2004 þegar Zelko var þjálfari sælla minninga. Á þessum tíma vorum við að fara æfingaferð til Belgrad og við æfðum oft tvisvar á dag svona eins og KRingarnir gera í dag. Ég ætla að skella nokkrum gömlum færslum hér inn næstu daga.

 

Miðvikudagurinn 17.mars 2004

15 dagar í Belgrad

 

Já góðir hálsar það eru ekki nema 2 vikur í brottför. Við (Grindavíkurliðið) erum semsagt á leiðinni til Belgrad að æfa og spila í 10 daga. Án efa verður stóra stundin leikurinn við Rauðu Stjörnuna frá Belgrad. Þetta er nátturlega eitt af stærstu liðum evrópu og á að baki glæsilega sögu. Önnur stór stund í þessari ferð verður nátturlega heimsókn til fjölskyldu Kela (Sinisa Kekic) en hún býr í 30min akstursleið frá hóteli okkar og það stendur til að halda veislu þar sem við fáum að borða og drekka eins og við í okkur getum látið. Það verður spennandi að kynnast þessari menningu sérstaklega í ljósi þess að það hafa í gegnum tíðina komið margir júgóslavar hingað og margir þeirra orðið mjög góðir vinir mínir.

Í dag var þriðja báráttan við Þorbjörninn háð. Og í dag hafði Þorbjörninn næstum því betur. Þegar um 20 metrar voru á eftir á toppinn var ég á mörkum þess að gefast upp en einhvernveginn náðu lappirnar að bera mig þennan spöl sem eftir var.  Ég lærði það í dag að vanmeta þetta þetta tignarlega fjall aldrei aftur. Ég skora á alla að prufa að hlaupa upp fjallið og þá held ég að menn viti hvað ég er að tala um.
Óli Stebbi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Those were the days, my friend

Eysteinn (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband