Nú er tækifærið

Í kvöld fer fram 6. stigaleikur ársins í Reykjaneshöllinni. Það dregur til tíðinda því það er orðið ljóst að stigahæsti leikmaðurinn verður ekki með vegna meiðsla. Búast má við því að hart verði barist um hvert stig. Búið er að stilla upp í lið en byrjunarliðið á móti HK spilar saman. Einnig verður gaman að fylgjast með nýjasta leikmanni okkar Goran Vujic. Hann kom á sunnudag og æfði með okkur í gær en hann lítur við fyrstu sýn bara þræl vel út, bæði sem leikmaður og útlitslega því hann er djöfull myndarlegur pjakkurinn enda viljum við ekkert slor í okkar lið. Ef menn og konur hafa áhuga á að kíkja þá byrjar æfingin 21.30 í Reykjaneshöllinni í kvöld.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á ekki að fara að enda inn þessari stöðu í stigaleikjunum? Ég er orðinn spenntur að sjá hvernig þetta er.  Ég er á þvílíkri hraðferð upp töfluna!!!

Eyþór Atli (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:01

2 identicon

Ég man ekkert hverjir fengu stig í gær. Eigum við ekki bara að sleppa þessari umferð? Hvað segja menn um það;)

Sjö-an (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:25

3 identicon

hahahhaa, er kallinn að verða smeykur? ;) Við erum nokkrir sem erum farnir að gera atlögu að efsta sætinu núna!!

Eyþór Atli (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:43

4 identicon

það væri nú frekar furðulegt ef svo væri ekki meðan að sá sem vermir toppinn er frá og á ekki möguleika í stigum á meðan. Svosem í lagi því þá verður kannski smá spenna í þessu

sjö-an (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband