Uppleið

Það kom að því að menn fóru að taka sig saman og spila eins og menn. Þessi leikur var sjálfsagt einn sá besti sem við höfum spilað í ár, fyrir utan Víkingsleikinn hugsanlega, en því miður fengum við ekkert út úr honum. Liðið byrjaði leikinn af krafti og var gaman að sjá að nú voru menn að vinna virkilega fyrir hvern annan. Oft á tíðum sást alveg frábær fótbolti þar sem boltinn gekk á fáum snertingum. Mörkin létu reyndar á sér standa í dag og er það það eina sem hægt er að setja út á liðið, að nýta ekki færin betur. Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum unnið þennan leik með 2-3 mörkum en það þýðir ekkert að gráta Björn bónda.

Liðið spilaði eins og áður sagði mjög vel í dag. Vörnin örugg sem og markmennirnir. Miðjumennirnir voru duglegir og studdu vel við sóknarmennina. Senterarnir voru flottir og það skiptir ótrúlegu máli fyrir varnarleik liðsins að þeir séu duglegir og það voru þeir svo sannarlega í dag. Bara óheppni að ná ekki að skora en það á eftir að koma fyrr en seinna

getImg[2]                                                                                                                                    Þar sem ég fékk að horfa á leikinn úr stúkunni í dag get ég lagt dóm á leikmenn og ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að Eysteinn Húni hafi verið maður leiksins. Gamli var úti um allt og alveg frábært að sjá vinnsluna í karlinum. Ég man bara ekki eftir að hann hafi tapað bolta í leiknum. Tökum hann okkur til fyrirmyndar og förum norður næstu helgi og komum heim með okkar fyrstu stig í þessari keppni.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband