Grindavik-HK

Jæja þá er það næsti leikur í Lengjubikarnum (Deildarbikarnum) og eigum við að spila við HK. Það er óhætt að segja að við höfum byrjað heldur brösulega í þessum Lengjubikar en það er nú bara þannig að það sem ekki drepur okkur styrkir okkur. Jankó karlinn tók sig til og spjallaði við hvern og einn í von um að finna lausn á vandanum. Hann var ánægður með það að menn töluðu hreinskilnislega út og nú er bara að vona að þessi aðgerð skili sér með góðum leik á morgun en hann hefst kl 17.00 í Reykjaneshöllinni.

Í dag er von á skotanum kná Palla McShane og svo á sunnudag kemur leikmaður sem á að skoða frá Serbíu. Þetta er senter sem er yfir 1.90 m sem heitir Goran Wujic. Hann hefur verið að skora mikið fyrir lið í neðri deildum úti og vonum við bara að hann haldi því áfram hjá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband