Pabbinn mætir!

bjarniÁkveðið hefur verið að meistaraflokkur karla standi fyrir sýningu á einleiknum "Pabbinn".

Sýningin hefur hlotið virkilega góða dóma og það er Bjarni Haukur Þórsson, sem fór gjörsamlega á kostum í hlutverki "Hellisbúans" fyrir nokkrum árum, sem sér um flutning verksins.

Sýningin fer fram í grunnskólanum í Grindavík, miðvikudaginn 14. mars, og hefst klukkan 20. 

Miðaverð er 3.500 kr. og panta má miða hjá leikmönnum meistaraflokks á næstu dögum. 

Frekari kynningu á sýningunni má finna með því að smella á þennan tengil hér.

 

 

Leikmenn athugið!

-Okkar hlutverk verður að selja miða, stilla salnum upp og ganga frá honum, dyravarsla, sala veitinga og svo auðvitað gríðarleg skemmtun. Takið því þennan dag frá. 

Nánar útskýrt á næstu æfingu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak! Hef heyrt á götunni að þetta sé frábært leikrit..

Harpa (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 17:15

2 identicon

Búinn að sjá smá hlut af þessari sýningu og get vel mælt með henni.

Helgi Már (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband