10.000 heimsóknir

Í fyrradag fóru heimsóknir yfir 10000. Það er gaman að því hvað það eru margir að fylgjast með okkur og maður sér að það er alveg grundvöllur fyrir svona síðu. Við höfum orðið varir við að fólk hefur stoppað okkur úti á götu og spjallað við okkur um síðuna sem er hið besta mál. Endilega takið þið þátt í umræðunni með okkur með því að skrifa í athugasemdir og svo er um að gera að skrifa í gestabókina.

Við erum að ganga í gegnum þungan tíma núna æfingalega séð og kemur það nátturlega niður á leikjum hjá okkur en ég bið fólk að örvænta ekki því þetta getur bara orðið betra hjá okkur. Einn mikill snillingur sagði við mig í gær að til þess að geta tekið tvö skref áfram þarf stundum eitt skref til baka. Höfum það að leiðarljósi

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Janko gerir miklar kröfur og nú þurfum við einfaldlega að standast þær.

Eins og segir í lögum þjóðskáldanna: 

"Ekkert þras, ekkert múður og mas, það er eins gott að láta gamminn geysa." (Egill Ólafs)

"ÞOLIR hvorki VOL né VÆL, vaskur maður er" (Bubbi). 

 Eins og Óli skrifar, þá er það margsannað að til þess að verða virkilega góður í einhverju, þá þarf maður oft að fara lengri leiðina og vera tilbúinn að þola það að vera virkilega lélegur í þann tíma sem maður er að læra nýja hluti. Þá er mikilvægt að hafa þessa þolinmæði sem Jankó er alltaf að tala um (en er reyndar stundum alveg við að missa sjálfur:)) og fara ekki aftur í gömlu öruggu leiðina, sem tryggir stöðnun, heldur halda áfram að leggja rækt við þá sem getur gert mann enn betri.

Svo við vitnum áfram í þjóðskáldin: 

"Grindavík til heilla, þar er seigla, kraftur, kjarkur, þor og þrek og (JÚ,VÍST!!) barátta sem engu er lík". 

Leigubílsstjórinn. 

Leigubílsstjórinn (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:46

2 identicon

er þetta sá sem er búinn að vera leigubílstjóri í toottogfemm ár??

sjö-an (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:56

3 identicon

Já Óli minn 10 þús heimsóknir segiru, til hamingju með það, þar sem ég hef svona að minsta kosti haft það að vana mínum að kíkja inná síðuna svona að meðaltali 4 sinnum á dag sem gerir það að frá fyrstu færslu þann 13. nov, þá á ég hvorki meira nér minna en 436 heimsóknir á síðuna.  Keep up the good work.

 Rauður i DK

Rauður (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:28

4 identicon

Heyrðu þú segir tæplega 500 heimsóknir og þetta er í fyrsta sinn sem þú kommentar drengur! Allavega gaman að vita að síðan er farin að ná útfyrir 200 mílurnar

Sjö-an (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband