Grindavík í samstarf við EAS

alt_flash

 

Lesendum er bent á að smella á tenglana í greininni, til nánari kynningar.

 

 

 

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur nú fengið nýjan samstarfsaðila en það er fyrirtækið B.Magnússon í Hafnarfirði sem veitir leikmönnum félagsins afslátt af fæðubótarefnum frá hinum viðurkennda framleiðanda EAS, auk þess að útvega drykki í leiki.

Töluverður tími er liðinn síðan afreksíþróttamenn fóru að  gera sér grein fyrir mikilvægi þess að búa yfir nægri orku til að standast það álag sem fylgir miklum æfingum og ef þessar æfingar eiga að skila öllu því sem þeim er ætlað, þarf næringin að vera í lagi.

Vörurnar frá EAS koma með "Doping Free Guarantee" og eru til að mynda einu vörurnar sem leikmönnum í NFL ruðningsdeildinni og NBA körfuboltanum er ráðlagt að nota og þeim formlega tilkynnt að óhætt sé að gera.

Einnig má geta þess að lið Everton í ensku knattspyrnunni og nú nýverið lið Wigan Athletic, láta leikmenn sínar nota þessar vörur, með toppárangur í huga.  Þá er fyrirliði íslandsmeistara FH-inga og þrautreyndur atvinnu- og landsliðsmaður, Auðunn Helgason yfirlýstur notandi þessa varnings.

Leikmenn fá góðan afslátt af þessum vörum og geta snúið sér til undirritaðs með pantanir og leit að frekari upplýsingum.

Við bjóðum fyrirtækin B. Magnússon og EAS velkomin í hóp okkar Grindvíkinga. 

 

Eysteinn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband