Ótrúlegur tapleikur

Það er óhætt að segja að menn hafi orðið vitni að einhverjum ósanngjarnasta ósigri síðari ára í dag. Stax á fyrstu mínutu tókum við leikinn í okkar hendur og stjórnuðum honum frá a-ö. Þetta FH lið fór 3 yfir miðju og skoraði 5 mörk. Hvernig er það hægt??. Á meðan áttum við 7 stangar og sláar skot og svo tók markmaður þeirra rest.

Djöfull væri gaman ef maður gæti nú labbað af vellinum eftir, ja allavega ágætis spilamennsku, og verið að skrifa með góðri samvisku svona frá leiknum. Því miður þá getum við ekki gert það í þetta sinn því við áttum einfaldlega við ofurefli að etja í dag. FH er bara nokkrum skrefum á undan okkur eins og staðan er. Ég vil samt meina að tapið hefði ekki átt að vera svona stórt því að það fór nánast allt inn hjá þeim í dag. Eins vorum við ekki alveg að fara í návígi til að vinna þau oft á tíðum.

Eftir svona leiki verður bara að reyna að grafa upp ljósu punktana og vinna á þeim. Ég persónulega var sáttur við strákana sem komu inn og eins var ég sáttur við fyrstu 30 min eða þangað til við fengum á okkur mark. Tökum það með í næsta leik og fjölgum góðu mínutunum.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband