Munið þið eftir þessu???? Á fundi sem við leikmenn áttum um daginn kom fram að virkja þyrfti einhvernskonar stuðningsmannaklúbb í Grindavík þ.e klúbb sem sér um að halda stemmningu í stúkunni í blíðu og stríðu. Flest öll lið Landsbankadeildarinnar eru með stuðningsklúbba í kring um sín lið. Við ætlum á engan hátt að gera lítið úr þeim sem koma á völlinn að styðja okkur en því miður var það alltof áberandi í sumar að lið eftir lið mættu með sína stuðningsmenn í stúkuna og sungu og trölluðu allan tímann. Sérstaklega var áberandi þegar við vorum að vinna KR 5-0 en það heyrðist bara úr stúkunni "KR eru bestir". Ég held að ég fari rétt með að Þróttur byrjaði með þetta fyrir mörgum árum síðan og síðan þá hafa lið eins og FH, Keflavík KR Víkingur og eins og ég sagði flest öll efstu deildar lið tekið þetta upp. Eins hef ég farið á marga neðri deildar leiki og sé að þar eru mörg þeirra búin að taka þennan skemmtilega sið upp líka. Reynir Sandgerði er með flottan stuðningsmanna klúbb sem kalla sig Hvítu riddarana og verð ég að segja að mér líður ekkert sérstaklega vel yfir þeirri hugsun að þeir komi og leggi undir sig stúkuna okkar. Því held ég að það sé mál að við gerum eitthvað í þessu.
Ég legg til að við gerum þetta svona. Fyrst söfnum við 25 manns í það minnsta saman. Tökum fund þ.e leikmenn stjórn og þessi klúbbur. Hægt væri að láta útbúa búninga og safna fyrir fánum og hljóðfærum. Tilgangurinn með klúbbnum væri að veita jákvæðan og skemmtilegan stuðning með skipulögðum lögum og hrópum. Ég efast ekki um að leikirnir yrðu skemmtilegri á að horfa og alveg á hreinu að þeir verða skemmtilegri að spila líka. Við hvetjum því sem flesta sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur að hafa samband hérna í athugasemdum að neðan og ég veit að menn eins og Siggi Þór, Rikki og Leifur og fleiri láta ekki sitt eftir liggja.
F.h meistaraflokks Grindavíkur
Óli Stefán Flóventsson
Flokkur: Íþróttir | 14.2.2007 | 17:15 (breytt kl. 17:28) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
348 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
er maður það er á tæru.
Siggi Birgis (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 19:36
Vissi það Nærðu ekki eitthvað af þínum mönnum með?? Endilega láttu þá skrifa hérna svo við höfum einhverja hugmynd um hverjir eru menn eins og þú
Sjö-an (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:05
Count me IN
Gunnar Óli Ragnarss.
Gunnar Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 07:20
Ég er með...og hjalti líka...
Jóhann Þór Ólafsson
Hjalti (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:55
heyrðu við erum að ná landsliðsmönnum inn í þetta. Nú er mér farið að ´lítast á þetta
sjö-an (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.