Vinningar

Getrauna/Happadrættis leikurinn stendur sem hæst núna. Leikmenn eru á fullu að selja og gengur salan bara nokkuð vel. Vinningarnir eru af ýmsum toga og í getraunaleiknum verða fyrstu þrjú sætin verðlaunuð. Fyrsta sæti er flugmiði á hvaða áfangastað Icelandair í Evrópu sem er. Annað sæti er síðan helgarferð fyrir 2 til Akureyrar þar sem gist verður á Hótel KEA. Þriðja sætið er síðan ársmiði á völlinn í sumar. Þó að menn vinni ekki í getraunaleiknum þá er nú aldeilis ekki öll nótt úti enn því að það verður dregið úr öllum seldum miðum í happadrætti. Meðal vinninga þar er..

Flugmiði á hvaða áfangastað Icelandair sem er innan Evrópu

Mánaðarkort í Helgasporti

Ljósakort frá Sælunni

Út að borða á Bada Bing (staðurinn hans Árna Björns)

25 þús. krónur í beinhörðum peningum

Klipping (Hársel)

Klipping (Hárhornið)

Gjafabréf frá Nettó

Fiskiöskjur

4 x 1 kg af Harðfiski frá Stjörnufiski (sá besti á landinu)

Spóla (dvd) ásamt meðlæti frá Aðalvideo

Gisting á Northern Light Inn (Bláa Lónið)

Gjafakarfa frá Te & Kaffi, Egilsstöðum 

Gjafabréf upp á vörur eða þjónustu að verðmæti kr. 4.600.- frá hárgreiðslustofunni Möggurnar í Mjódd

Umfelgun á fólksbíl hjá Nesdekk á Seltjarnarnesi

Út að borða fyrir tvo á Lukku Láka

Gisting fyrir tvo á Hótel Rangá með morgunverð

 

Þetta er það sem komið er en enn er von á fleiri vinningum ,og koma þeir inn á síðuna um leið og svarið kemur, þannig að listinn á bara eftir að stækka.

Við viljum enn og aftur koma fram þakklæti til þeirra sem hjálpa okkur með því að gefa vinninga og svo auðvitað ykkur sem kaupið miða.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband