Við spiluðum við granna okkar úr Kef í gær í Reykjaneshöllinni. Til að gera langa sögu stutta þá tapaðist sá leikur 3-2 og skoruðu Alex og Orri mörk okkar manna. Þó að úrslitin séu ekki eins og við viljum hafa þau þá er mikilvægt að það er mikill uppgangur í þessu hjá okkur og Jankó var mjög ánægður með leikinn. Við erum að fá á okkur óþarfa mörk sem auðvelt er að koma í veg fyrir og erum á sama tíma að skapa okkur mjög góð færi sem eru að fara forgörðum. Þetta fræga Jankóspil er að koma og við teljum okkur vera á góðri leið. Vert er að minnast á frammistöðu þeirra Jobba og Alexanders. Þeir erum báðir í hópnum hjá 19ára landsliðinu og eins og þeir spiluðu í gær efast ég ekki um að þeir eigi eftir að spila marga leiki fyrir Íslands hönd. Jobbi er gríðalega skemmtilegur bakvörður sem hikar ekki við að sækja og hefði getað skorað 1-2 mörk í gær. Alex hefur tekið miklum framförum á síðasta ári og er mjög skapandi leikmaður með mikla tækni. Endilega halda áfram á þessari braut drengir.
Óli Stebbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 51474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
348 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.