Getrauna/happadrættisleikur

Þá er Getrauna/happadrættisleikurinn kominn í umferð. Leikurinn virkar þannig að tippað er á 14 leikja seðill og má aðeins nota eitt merki á leik. Það verða 1-4 leikir í viku og eftir hverja umferð er birt staða á þessari síðu. Sá sem er efstur eftir alla 14 leikina vinnur. Verðlaun úr getraunaleiknum er m.a flugferð á hvaða áfangastað Icelandair í Evrópu og helgarferð til Akureyrar þar sem gist verður á hótel KEA. Dregið verður einnig úr seldum miðum og þar eru einnig margir veglegir vinningar í boði þannig að það er til mikils að vinna. Hægt er að nálgast seðil hjá leikmönnum mfl Grindavíkur og miðinn kostar 3500kr. Þessi leikur er liður í fjáröflun okkar í æfingaferð í byrjun apríl.

Óli Stebbi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband