Áfram með smjörið

Jæja áfram líður tíminn og í þessu mesta skammdegi þá er það boltinn sem yljar manni um hjartarætur. Það var æfing í gær í Reykjaneshöllinni sem var eins og áður alveg hreint ljómandi góð. Menn að taka vel á og brenna síðustu hitaeiningunum sem bætt var á sig yfir jólin. Núna á laugardag spilum við leik við ÍBV. Þetta verður forvitnileg viðreign þar sem fyrirfram má búast við báðum liðum í toppbaráttu næsta sumar. Við fengum eitt stig á móti þeim í sumar. Eftir góðan leik við Víking er mikilvægt að halda dampi og sigra þennan leik því eins og góður maður sagði eitt sinn þá er það góður vani að vinna.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband