Góð ferð í Reykjavíkurborg

merki[1]Já það er óhætt að segja að suðurnesjamenn hafi gert góða ferð í borgina í gærkvöldi. Grindavík lék við hvern sinn fingur og sigruðu baráttuglaða Víkinga 3-0. Mörkin skoruðu Andri Steinn 2 og Orri 1 öll í fyrri hálfleik.

Plús : Við skoruðum 3 góð mörk eftir glæsilegar sóknir. Við héldum hreinu og í raun fengu þeir varla færi en það sem fór í gegn átti Helgi Már ekki í vandræðum með. Við börðumst og héldum áfram allan tímann. Mórallinn frábær.

Mínus : Aðeins sáust grundvallarmistök eins og slæmar móttökur og misheppnaðar auðveldar sendingar. Við hleyptum þeim aðeins inní leikinn i seinni hálfleik.

Leikurinn var eins og áður segir mjög góður og flott að ná upp sjálfstrausti fyrir framhaldið. Plúsarnir voru mikið mun fleiri en mínusarnir sem frábært.

Næsti leikur okkar verður við Víði á sunnudaginn kl 17.00 í Reykjaneshöllinni. Endilega að kíkja og taka þátt í þessu með okkur. Það mættu örugglega um 30 Grindvíkingar á leikinn við Víking sem er frábært miðað við leiktíma og það sé janúar, við þökkum þeim sem mættu fyrir það.

Óli Stebbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var margt virkilega jákvætt í þessum leik.  Mátt ekki draga úr frammistöðu Helga Más sem stóð sig virkilega vel, varði tvisvar meistaralega.  Smá titringur í upphafi og svo kom snilldarsending á Orra frá Ray og Orri átti ekki í vandræðum með að klára dæmið.  3 -0 eftir 15 mínútur svo eftir 2 mörk hjá Andra svo í viðbót.....megum gera mikið af þessu í sumar!!  Klára leikina bara á 20 mín.  Ég held að góð upphitun fyrir leik hjá Óla og Nostone hafi hjálpað til í þessari góðu byrjun.  Fylgja þess eftir í næsta leik.

Kveðja, Gunnsó

Hammerinn (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband