Færsluflokkur: Íþróttir
Við spiluðum í gær við mjög sterkt lið Blika. Þeir hafa að mínu mati á einu allra skemmtilegasta liðið landsins að tefla. Við hins vegar spiluðum mjög vel og leikurinn endaði 2-3 fyrir þá en ekki var það nú sanngjarnt. Þeir stilltu sínu sterkasta liði upp en við spiliðum þá á köflum sundur og saman sem verður bara að teljast nokkuð gott. Þar sem mér líkar afskaplega vel við Óla Kristjáns þjálfara þeirra ákvað ég að gefa þeim eitt stk mark með því að detta gjörsamlega með boltann þannig að sóknarmaður þeirra komst í gegn og átti ekki í vandræðum með að skora framhjá Denna í markinu sem stóð sig mjög vel í leiknum. Svo fengum við held ég fjórum sinnum maður á móti markmanni sem verður að fara að nýtast betur. Númi skorðaði svo úr fimmta skiptinu sem við komumst maður á móti markmanni. Undra Steinn átti síðan tilþrif leiksins þegar hann hamraði boltann viðstöðulaust í netið. Þeir skoruðu svo 2 mörk á síðustu mínutum leiksins og unnu. Við spiluðum eins og áður sagði mjög vel og sagði Óli Kristjáns að hann væri mjög hrifinn af þessu liði okkar.
Liðið byrjaði þannig að Denni var í marki-Ray Oli St Eysteinn og Marinko voru í vörn. Ivan Zkela Gummi B Palli og Paul voru á miðjunni svo voru Ivan Fhirer og Númi frammi. Í seinni hálfleik komu síðan Orri-Undra Steinn-Jói H- Scotty-Þorfinnur inná.
Helgi Már farð faðir í nótt kl 00.05. Hann og Írís ólu af sér dreng sem var 18mekur og 54cm. Við óskum þeim til hamingju með það.
Óli Stefán
Íþróttir | 12.9.2007 | 11:34 (breytt kl. 11:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í Kvöld er leikur hjá 23ára liði okkar við Breiðablik. Jankó ætlar að tefla fram blönduðu liði þannig að allir koma til með að spila eitthvað. Leikurinn byrjar kl 18.00 og er í þetta sinna alveg örugglega í Grindavík.
Við fórum vel heppnaða bústaðaferð um helgina og spiluðum Mfl grindavík open golfmót. Skipt var í 4 holl og fór þetta þannig fyrir sig að vanur golfari var dreginn með óvönum. Til að auka gleðina sem var að sjálfsögðu aðalmálið í þessari ferð þá ákvað mitt holl að skíra sig nöfnum frægra golfara, t.d var ég Colin Mongomerie og þá máttu hinir í hollinu ekki kalla mig Óla. Þeir sem klikkuðu þurftu að taka 10 armbeygur. Menn klikkuðu mismikið á þessu og þurfti Andri Steinn t.d að taka um 300 armbeygjur á 9 holum. Á 8.holu þegar ég og Þorfinnur vorum með forustu í mótinu varð ég fyrir því óláni að vera skotinn niður. Rúrik Hreinsson sem var gestaspilari skaut þá í mig af um 150 metra færi. Kúlan fór beint í bakið á mér og fór svona 30 metra til baka. Þeir kölluðu allir FOR eins og gert er en það sem ég klikkaði á var að þeir kolluðu alltaf FOR Monty sem var mitt gælunafn. Ég gat ekki haldið leik áfram en mér skilst að það sé ekki alveg ljóst hver vann því talningin var hálf dularfull hjá sumum.
Mjög góð helgi að baki og ég legg til að við gerum svona ferð að árlegum viðburði.
Óli Stefán
Íþróttir | 11.9.2007 | 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leikurinn við Fylki verður í Árbæ en ekki í Grindavík eins og fyrst var talið. Hann byrjar kl 18.00. og þið sem viljið sjá hvar við stöndum gagnvart úrvalsdeildarliði endileg komið og kíkið.
Óli Stefán
Íþróttir | 7.9.2007 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um helgina verður farin sumarbústaðarferð í Borgir í Grímsnesinu. Planið er að mæta ekki seinna en kl 12.00 á laugardag í léttan hádegisverð. Dregið verður í holl í golfið eftir matinn. Klukkan 13.30 er síðan tee-off í Mfl Grindavík open í Kiðaberginu.
Verð í bústaðinn verður um 3000 á mann en við vitum ekki hvað kostar í golfið, það er verið að vinna í því að fá sportprís á völlinn. Menn verða að taka með sér sæng eða svefnpoka og þið sem eigið dýnu endilega kippið henni með. Svo má ekki gleyma einhverju á grillið, einn tvo bjóra og nátturlega góða skapið (Orri).
Í kvöld hófst 18.umferð með fjórum leikjum. Þróttararnir jöfnuðu á 93.mín 2-2 á móti Þór. Þar með eru þeir þremur stigum á undan okkur með markatöluna 41-19 á meðan okkar markatala er 35-16. Þeir eru semsagt með 3 mörk í plús á okkur. Við förum til Eyja næst og spilum við ÍBV sem vann Njarðvík 1-3. Nú verðum við bara að vinna eyjapeyjana og tryggja okkur upp um leið og við setjum pressuna á Þrótt fyrir síðustu umferðirnar.
Óli Stefán
Íþróttir | 6.9.2007 | 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiknum við Fjölni sem átti að fara fram núna á fimmtudag hefur verið frestað til 18.sept en honum var frestað vegna þess að markmaður þeirra var valinn í u21árs landsliðið. Þetta kemur sér ekki vel fyrir okkur því það hefði verið fínt að spila fljótlega eftir Þróttara leikinn og ná honum úr sér með sigri. Einnig væri fínt að spila við Fjölni akkurat núna þar sem þeir eru enn í sigurvímu og vel lúnir eftir frábæran sigur á Fylki.
Við notum tækifærið og óskum þeim til hamingju með það að vera komnir í úrslitaleikinn. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan við fórum í úrslit á móti KR 1994, þar sem Gunni áttir stangarskotið fræga, sem lið úr b deild fer í úrslit. Sýnir þetta kannski það að það er ekki svo mikill munur á efstu liðum í okkar deild á liðum um miðja deild í efstu deild?
Mér skilst að við eigum æfingaleik við Fylki í staðinn fyrir Fjölnisleikinn í Grindavík á föstudag. Ég er ekki með tímann á leiknum eins og er en kem betur að þessum leik síðar.
Óli Stefán
Íþróttir | 5.9.2007 | 09:46 (breytt kl. 09:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
" Óli þú hefðir átt að koma með okkur Orra í golf í gær. Það var ótrúlegt veður, við Orri vorum alveg að krókna úr hita."
Ray Anthony Jónson
Ray með gullmola
Óli Stefán
Íþróttir | 3.9.2007 | 22:14 (breytt kl. 22:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja þá er maður aðeins búinn að jafna sig á áfallinu í gær. En ekki meira um þann leik. Nú er líklegt að leiknum á móti Fjölni verði frestað vegna þess að markmaður þeirra var vallinn í u21 landsliðið. Að öllum líkindum verður næsti leikur okkar því eftir 2 vikur á móti ÍBV í eyjum.
Ég er búinn að ræða við þjálfara og stjórn um golfferð næstu helgi. Planið er að fá bústað nálægt golfvelli og taka létta liðskeppni á laugardag og einstaklingsmót á sunnudag. Mér finnst þetta mikilvægt til að þjappa okkur saman fyrir endasprettinn. Stefnan er að á þriðjudag verði búið að ákveða nákvæmlega hvert verður farið og ég vil að menn skrái sig bara hér. Skiptir engu þó að menn spili ekki golf því að golfið er ekki aðalmálið í ferðinni. Hér sjáið þið mig á mótinu í fyrra
Óli Stefán
Íþróttir | 2.9.2007 | 18:54 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er ógeðslegt að tapa svona leik og fara af toppnum í fyrsta skipti í sumar. Það var bara þannig að eftir að við skorum í dag þá ætlum við að fara að verja markið í stað þess að drepa leikinn. Reyndar hefði Andri átt að skora í næstu sókn og þá hefði ekki þurfta að spyrja að leikslokum. Þróttur vildi bara vinna leikinn meira en við og það pirrar mig mest. Aðstæðurnar voru reyndar varla fyrstu deild bjóðandi því völlurinn var hörmulegur og kemur að sjálfsögðu niður á þeim bolta sem við erum að reyna að spila. Ég er ekki þannig gerður að fara að kenna einhverju öðrum en sjálfum okkur um ósigur og verðum við bara að taka þessu. Nú er næsta mál að tryggja efstudeildarsæti því það er ekkert í hendi ennþá. Þegar það er komið tökum við stefnuna á toppinn á ný.
Óli Stefán
Íþróttir | 1.9.2007 | 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já það er alveg klárt að þróttarar verða klárir á morgun. Það er að myndast mikil og góð stemmning hjá þeim. Spjallið hjá þeim er nokkuð virkt og eru okkur ekki vandaðar kveðjurnar hjá einhverjum stuðningsmanni þeirra. Annars hafa köttarar alltaf verið til fyrirmyndar og verða það örugglega á morgun.
Við leikmenn eigum að mæta 12.45 í laugadalinn. Spurning um að okkar fólk mæti á svipuðum tíma á Ölver og hiti upp fyrir leikinn. Ef menn eru heitir fyrir því þá endilega komið því á framfarir í athugasemdum undir þessum pistli svo menn sjái hverjir ætla að mæta.
Óli Stefán
Íþróttir | 31.8.2007 | 21:49 (breytt kl. 21:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
varð í gær faðir í fyrsta sinn. Hann og Helga ólu af sér stúlkubarn og heilsast þeim mæðgum vel. Við leikmenn óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju. Nú mætir Andri með fulla einbeitningu á morgun og skorar auðvitað til að geta fagnað á viðeigandi hátt.
Óli Stefán
Íþróttir | 31.8.2007 | 14:47 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
348 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |