Færsluflokkur: Íþróttir
Jæja þá er mótið loksins að byrja og menn að verða klárir í action. Stuðningsmenn ætla að hittast á Salthúsinu klukkan 15.00 á morgun sunnudag og fara yfir málin þar. Mér skilst að nafn klúbbsins verði ákveðið og ef menn vilja koma með uppástungur þá verða menn að gera svo vel að mæta. Farið verður yfir texta og lög fyrir mánudaginn.
Af liðinu er það að frétta að Andri Steinn sem meiddist lítilega á móti Val verður að öllum líkindum klár. Aðrir eru 100% þannig að það er skemmtilegt vandamál fyrir Jankó að velja liðið. Við erum með nokkuð stóran hóp sem er algjörlega nauðsynlegt í svona löngu móti. Albert Ara og Ray Jónsson verða í banni og munar heldur betur um minna. Leikurinn við Stjörnuna er mánudagskvöld kl 20.00 og hvet ég alla sem vetlingi geta valdið að mæta og hjálpa okkur í gegnum þessa hindrun sem Stjörnuliðið vissulega er.
Óli Stebbi
Íþróttir | 12.5.2007 | 20:46 (breytt kl. 20:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Okkur var eins og áður segir spáð efsta sæti á fotbolta.net. Hér getur þú séð umfjöllunina um okkur þar.
Óli Stebbi
Íþróttir | 11.5.2007 | 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7. sæti KA er spáð þessu sæti. Ég veit svosem lítið um þá annað en að það eru ákveðin kynslóðarskipti hjá þeim. Míló þjálfar þá en hann er serbi eins og Jankó. Við spiluðum við þá í deildarbikarnum og fór sá leikur 2-2 í jöfnum leik.
6. sæti Þarna fer lið sem ég er hvað spenntastur fyrir. Þjálfari þeirra er Þorvaldur Örlygsson sem er nátturlega löngu búinn að sanna sig sem bæði toppþjálfari og leikmaður. Hjá þeim eru leikmenn sem spilað hafa hjá okkur eins og Jói Ben, Andri Hjörvar og Guðmundur Atli. Ég spilaði með Þrótti Nes árið 1996 og verður þetta í fyrsta skipti sem ég spila við þá síðan.
5. sæti Ekki er ég endilega viss um að þeir endi þetta neðarlega í sumar. Við byrjum á móti þeim og það verður eins og ég hef sagt áður algjörlega að eiga toppleik til að eiga möguleika á móti þeim. Þetta eru ungir og sprækir strákar og verða pottþétt að berjast um sæti í efstu deild í sumar. Gamli jaxlinn Lárus Guðmundsson er að þjálfa Stjörnuna og hafa þeir spilað glimrandi vel á undirbúningstímabilinu og nú er spurning hvort þeir nái að fylgja því eftir.
4.sæti Fjölnir kom mjög á óvart í fyrra með flottum leik og nú reynir á að fylgja því eftir. Asmundur Arnarsson er að þjálfa þá og hefur gert ótrúlega hluti þarna. Að undanförnu hafa þeir verið að styrkja sig enn frekar og eru stór nöfn að fara um borð. Andri Steinn er uppalinn hjá þeim og hann bíður eflaust spenntur eftir leikjunum við þá í sumar.
3.sæti Þróttur úr Reykjavík mun enda í því þriðja og þar með fara upp ef að þessi góða spá rætist. Ég hef lítið séð til þeirra í vetur en þeir misstu sinn besta mann þegar Keli fór í Víking. Gunni Odds fór úr Reyni þar sem hann gerði flotta hluti og tók við þeim. Þeir hafa einnig styrkt sig síðan í fyrra og fengið menn eins og Adólf Sveins og Hjört Hjartarsson. Þróttarar eiga samkæmt öllu að vera í toppbaráttu.
2.sæti ÍBV féll í haust ásamt okkur og þeir koma til með að verða öflugir í sumar. Ég hef mikið álit á þjálfara þeirra Heimi Hallgríms og svo virðast þeir vera að byggja upp sem er flott mál hjá þeim. ÍBV á einn sterkasta heimavöll landsins og ég held að ég muni það rétt að við höfum einu sinni unnið þá þar.
1.sæti Við fáum semsagt þann vafasama heiður að vera spáð fyrsta sæti. Reyndar er allt fyrir hendi til að standa sig í sumar. Við erum með flottan leikmannahóp gott þjálfarateymi og frábæra aðstöðu yfir sumartímann. Það sem hefur háð okkur er að við erum á eftir á veturna en aðstaðan er að lagast með knattspyrnuhúsinu. Galdurinn er að ná uppi svakalegri stemmningu og er stór hluti af henni stofnun stuðningsmannaklúbbs sem á eftir að setja svip sinn á leiki sumarsins. Við gerum þetta að frábæru sumri öll saman og þá vonandi rætist þessi góða spá
Óli Stebbi
Íþróttir | 10.5.2007 | 13:57 (breytt kl. 14:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í spá sem var gerð á kynningarfundi fyrir knattspyrnusumarið 2007 var okkur spáð sigri í fyrstu deild. Það er alltaf gaman að svona spám en þær gefa nákvælega ekki neitt fyrir sumarið. Á morgun kemur síðan í ljós hvort okkur er spáð fyrsta eða öðru sæti á fotbolta.net. Auðvitað er í lagi að vera bjartsýnn á en menn verða sko að vera tilbúnir á fullu í fyrsta leik. Stjarnan hefur verið að spila mjög vel og þeir unnu Hk t.d í gær 3-1 þannig að þetta verður hörkuleikur sem verður spilaður á gervigrasi. Nú er einmitt mál að finna stemmninguna og vera 100% kárir því þetta kemur ekki af sjálfu sér.
Óli Stebbi
Íþróttir | 9.5.2007 | 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður Enoksson stórbakari, snillingur og margfrægur velunnari knattspyrnudeildarinnar er nú í framboði. Þó ekki til Alþingis, heldur til formanns þeirra sérvitringa sem kenna vilja sig við Arsenal klúbbinn á Íslandi, en eins og allir vita sem hitt hafa Sigga er hann og hefur verið lengi, Arsenal aðdáandi af lífi og sál. Það væri því frábært fyrir hann að ná kjöri.
Hér má sjá kynningu á þeim tveimur herramönnum sem eru í framboði. Athugið að aðeins er hægt að kjósa á netinu og því um að gera fyrir þá sem það mega að drífa í þessu, hér og nú.
Því miður hafa aðeins þeir sem eru skráðir í þennan "skrýtna" klúbb atkvæðisrétt en við hvetjum að sjálfsögðu alla þá sem eru skráðir eða þekkja skráða meðlimi, til að styðja meistarann með atkvæði sínu.
Sigurður hlýtur hér með baráttukveðjur okkar meistaraflokksmanna og óskir um gott gengi í kosningabaráttunni. Einnig sendum við honum okkar bestu þakkir fyrir jafntefli Arsenal gegn Chelsea um síðastliðna helgi.
Siggi var hress að vanda er ljósmyndari
bloggsíðunnar heimsótti hann í morgun.
Húni.
Íþróttir | 8.5.2007 | 23:08 (breytt 9.5.2007 kl. 08:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann fór ekki vel leikurinn í gær þar sem við töpuðum á móti Val 0-3. Við áttum erfitt með að halda bolta innan liðsins fyrri hluta leiks því Valsarar pressuðu hátt og voru með smá golu í bakið. Reyndar vorum við svosem ekki að fá opin færi á okkur en gerðum okkur lífið leitt í föstum leikatriðum og fengum öll mörkin á okkur svoleiðis. Orri fékk algjört dauðafæri í stöðunni 0-1 en ákvað að gefa hann í stað þess að skjóta sem er alveg óskiljanleg ákvörðun hjá þessum mikla markaskorara en maður vonar bara að hann sé að spara mörkin fyrir næsta mánudag. Allir leikmenn spiluðu og ætti Jankó nú að vera með hugmynd að byrjunarliði á móti Stjörnunni.
Óli Stebbi
Íþróttir | 8.5.2007 | 11:42 (breytt kl. 11:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Muna að skila happdrættisvinningum við fyrsta tækifæri!!!
Sjá leiðbeiningar í nýjasta tölvupósti.
Gangi ykkur vel að kljást við þetta verkefni:)
Húni
Eysteinn (26) vann ostaskerara
í happdrættinu í fyrra og réði
sér ekki fyrir kæti.
Ingvar Guðjónsson (30), vann báðar
utanlandsferðirnar í fyrra. Hér sést hann
taka við verðlaunum úr höndum eftirlitsaðila
við dráttinn. Frá vinstri: Ingvar, Zeljko
Sankovic (38), Guðjón Einarsson (47)
og Hjálmar Hallgrímsson (33).
(Stækka má myndirnar með því að smella á þær)
Íþróttir | 6.5.2007 | 18:20 (breytt kl. 18:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á morgun spilum við á gamla aðalvellinum okkar við Valsmenn. Það ekki hægt að hugsa sér betri leik fyrir mót enda eru Valsmenn með gríðalega sterkt lið. Leikurinn byrjar klukkan 19.00 og hvet ég fólk til að kíkja á völlinn.
Við fengum liðstyrk í lok síðustu viku þegar Jói Helga skrifaði undir lánssamning einmitt frá Val. Jói þekkir vel til hér enda spilaði hann með okkur í fyrra. Hann kemur til með að styrkja lið okkar mikið og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.
Á föstudag var fundur með stuðningsmönnum Grindavíkur og komust færri að en vildu. Á fundinum var aðeins farið yfir málin í stúkunni og líst mér alveg hreint ljómandi vel á þetta. Tryggvi Kristjáns rithöfundur með meiru var búinn að útbúa texta við hin ýmsu lög sem verða æfð næsta sunnudag í salthúsinu kl 15.00. Þá voru ræddar hugmyndir um nafn klúbbsins og nafnið Gulu djöflarnir er ofarlega á blaði eins og er enda mikið af United mönnum á fundinum. Ef fólk er með hugmynd um nafn þá endilega komið með það og svo verður það ákveðið á sunnudaginn. Ef fólk hefur áhuga á þessum félagsskap þá er málið að hafa samband við Einar Hannes, Tryggva eða Sigga Þór.
Óli Stebbi
Íþróttir | 6.5.2007 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Boðið var uppá stigaleik í rokinu í Grindavík í morgun. Það verður að segjast eins og er að Nonvests fóru frekar létt með Vestin og unnu sannfærandi sigur 3-0. Það var agaður varnarleikur góð markvarsla og skynsamleg hraðaupphlaup sem var grunnurinn að sigrinum í dag. Einnig var það stór of stór biti fyrir vestin að tveir voru reknir útaf fyrir slagsmál. Auðvitað var það bara æsingur í hita leiksins en aðdáunarvert að sjá hvað þeir voru fljótir að sættast og ræddu málin niður í kjöl. Flott hjá ykkur sem áttu hlut að máli.
STIGALEIKUR
Orri 6
Ray 6
Goran 6
Helgi M 4
Eyþór 3
Paul 3
Scotty 3
Óli Daði 3
Markó 3
Mike 3
Myha 3 Myha er varnarmaður á reynslu hjá okkur. Hann er frá Rúmeníu en hefur spilað á spáni.
Eysteinn 3
Palli 3
Jóhann 3
Alex 3
Denni 1
Óli Stebbi
Íþróttir | 5.5.2007 | 17:47 (breytt kl. 21:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þór frá Akureyri lenda í 8 sæti samkæmt spánni góðu. Þórsarar eru fyrir mér óskrifað blað enda hef ég ekki séð þá spila í nokkur ár eða síðan Orri var uppá sitt besta með þeim. Lárus Orri er spilandi þjálfari þar og hinn reynslumikli Hlynur Birgis enn í fullu fjöri og þeirra besti maður. Það er aldrei auðvelt að spila á Akureyri og verður ekki í ár heldur. Við spilum við þá þar 15.júní. Hjaltalín ætti að geta gefið okkur upp helstu styrkleika og veikleika þegar þar að kemur..
Óli Stebbi
Íþróttir | 5.5.2007 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
347 dagar til jóla
Spurt er
Af mbl.is
Tenglar
Annað
EAS
Aðeins síðri Grindavíkursíður
Aðrar síður sem innihalda íþróttir og bæjarmál í Grindavík
Heimasíður knattspyrnuliða hérlendis
Tenglar á síður heimasíður hjá knattspyrnuliðum á Íslandi
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |